Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 21. febrúar 2023 12:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fer í tveggja leikja bann fyrir að blekkja dómarann
Frá atvikinu.
Frá atvikinu.
Mynd: Getty Images
Eveliina Summanen, leikmaður Tottenham, hefur verið dæmd í tveggja leikja bann fyrir að blekkja dómarann í leik gegn Manchester United í úrvalsdeild kvenna á Englandi.

Ella Toone, leikmaður Man Utd, var upprunalega dæmd í leikbann en hún fékk að líta rauða spjaldið í leiknum.

Toone fékk rauða spjaldið fyrir að stjaka við Summanen sem virtist sárkvalin. Hún hélt um höfuð sitt líkt og hún hefði verið kýld í andlitið.

Toone var á leið í þriggja leikja bann sem hefði verið mikið áfall fyrir Man Utd - sem er í mikilli titilbaráttu - en rauða spjaldið var dregið til baka eftir áfrýjun Man Utd.

Enska fótboltasambandið skoðaði atvikið og ákvað að draga rauða spjaldið til baka. Í staðinn hefur Summanen verið dæmd í tveggja leikja bann fyrir að blekkja dómarann. Það er ekki oft sem svona gerist í fótboltanum; að leikmaður sé dæmdur í leikbann fyrir leikaraskap.



Athugasemdir
banner
banner
banner