Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   þri 21. febrúar 2023 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Frítt í Barcelona æfingabúðir?
Fótboltaskóli FC Barcelona á Íslandi næsta sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þau gleðitíðindi voru að berast að FC Barcelona academían sé væntanleg aftur til Íslands í sumar með æfingabúðir í samvinnu við Knattspyrnuakademíu Íslands.  Nú er hægt að taka þátt í Facebook leik þar sem verðlaun eru frítt fyrir einn strák og eina stelpu í skólanum.

Til að vera með í leiknum þarftu að:

 - kvitta
 - líka við síðuna
 - deila leiknum  

Smelltu hér til að taka þátt


Æfingabúðirnar eru fyrir börn á aldrinum 9 -14 ára ( 4. 5. og 6. flokkur ) og verða á æfingasvæðinu við Kópavogsvöll 21. – 25. júní , bæði fyrir stelpur og stráka, sem þó munu æfa í sitthvoru lagi. Æfingabúðunum lýkur með skemmtilegu lokahófi á sunnudeginum.

Það er ekki sjálfgefið að Barça academían komi til landa eins og Íslands. Mikil eftirspurn er eftir Barça academíunni sem sendir eingöngu þjálfara í æfingabúðirnar sem þjálfa í hinni frægu FC Barcelona academíu. Sjúkraþjálfari er á öllum æfingum ef óhöpp verða og er það hluti af þeim fjölmörgu gæða stöðlum sem FC Barcelona setur í æfingabúðum eins og þessum.

Æfingabúðirnar hafa verið gífurlega vinsælar og reiknað er með að færri komist að en vilja líkt og síðustu ár, þess vegna eru forráðamenn hvattir til að skrá börnin sín sem fyrst. Hægt er að finna frekari upplýsingar um æfingabúðirnar og skráningu á www.knattspyrnuakademian.is

ATH.
Leikmenn fæddir 2011-2012 (5.flokkur)
Einungis 13 sæti laus

Leikmenn fæddir 2009-2010 (4.flokkur)
Einungis 21 sæti laus

Leikmenn fæddir 2013-2014 (6.flokkur)
Einungis 10 sæti laus


Athugasemdir
banner