Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   þri 21. febrúar 2023 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gísli á samningsári - Vonar að hann veki næga athygli á sér erlendis
Lengjudeildin
Jón Þór fer yfir málin með Gísla.
Jón Þór fer yfir málin með Gísla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gísli Laxdal Unnarsson, leikmaður ÍA, hefur vakið athygli annarra félaga undanfarin ár og eru þau með augastað á leikmanninum. Samningur Gísla rennur út eftir komandi tímabil og eru góðar líkur á því að slegist verði um undirskrift hans í lok apríl þegar hálft ár er í að samningurinn renni út. Fótbolti.net ræddi við Jón Þór Hauksson, þjálfara ÍA, í dag og spurði hann út í Gísla.

Er þetta líklega hans síðasta tímabil hjá ÍA?

„Það er ómögulegt að segja, í raun ekki mitt að svara því eða spá fyrir um framtíðina hjá einstaka leikmönnum. Eitt af því sem ÍA hefur getið sér gott orð fyrir í sögunni er að skila af sér frábærum leikmönnum og mörgum atvinnumönnum og landsliðsmönnum. Við teljum að Gísli eigi klárlega möguleika á því að koma sér í þann hóp. Vonandi með hann, eins og fleiri, á hann stjörnutímabil í sumar og vekur nógu mikinn áhuga á sér erlendis til þess að taka það skref. Hann hefur alla burði til þess. Gísli er gríðarlega metnaðarfullur og öflugur knattspyrnumaður sem vinnur mjög markvisst og leggur mikið á sig til þess að ná sínum markmiðum, það er verk að vinna þar og ef allt gengur eftir þá er ekki nokkur spurning um að hann á eftir að ná þeim," sagði Jón Þór.

Gísli er 22 ára kantmaður sem hefur skorað ellefu mörk í 66 leikjum í efstu deild og fjögur mörk í níu bikarleikjum. Í vetur fór hann á reynslu hjá sænska liðinu Norrköping.
Athugasemdir
banner
banner
banner