Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 21. febrúar 2023 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ingvar slapp við meiðsli - „Þetta var mjög klúðurslegt allt saman"
Ingvar fékk aðhlynningu áður en hann fór af velli.
Ingvar fékk aðhlynningu áður en hann fór af velli.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Ingvar Jónsson, markvörður Víkings, þurfti að fara meiddur af velli þegar liðið mætti Stjörnunni í síðustu viku. Ingvar gerði sig sekan um slæm mistök í upphafi seinni hálfleiks, ætlaði sér að fara í úthlaup en hætti við og féll við þegar hann var að bakka. Ísak Andri Sigurgeirsson, leikmaður Stjörnunnar, nýtti sér það og skoraði.

Ingvar meiddist við þetta, reyndi að halda leik áfram en varð svo að fara af velli. Fótbolti.net ræddi við markvörðinn í dag.

„Ég æfði í gær, þetta var meira af varúðarástæðum. Ég byrjaði að stífna upp og var ekki alveg viss með þetta. Sem betu fer var þetta ekkert alvarlegt. Ég er nokkuð góður í dag. Þetta var leikur í febrúar, ég var ekki alveg viss með þetta, þannig ég tók ekki sénsinn," sagði Ingvar.

Ertu búinn að horfa á þetta atvik?

„Já, ég er búinn að sjá þetta einu sinni. Þetta var mjög furðulegt, misreiknaði mig og ætlaði að 'sweepa' en bakkaði svo og steig eitthvað vitlaust niður í fótinn og það brakaði í mjöðminni á mér. Þetta var mjög klúðurslegt allt saman en sem betur fer var þetta ekkert alvarlegt og sem betur fer unnum við leikinn - þetta hafði ekki úrslitaáhrif," sagði Ingvar.

Sjá einnig:
Víkingur setti inn markvörð sem ekki var á skýrslu
Athugasemdir
banner
banner
banner