Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 21. febrúar 2023 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Stelpurnar geta unnið Pinatar Cup
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslenska kvennalandsliðið keppir lokaleikinn á Pinatar Cup æfingamótinu, sem haldið er í Murcia á Spáni, í kvöld.


Stelpurnar okkar eiga góða möguleika á að vinna mótið þar sem þær deila toppsætinu með Wales. Bæði lið eiga fjögur stig eftir tvær umferðir en Wales á eftir að spila við Skotland, sem á þrjú stig, í lokaumferðinni.

Á sama tíma getur U19 landslið kvenna unnið æfingamót í Portúgal. Stelpurnar eru þar með fullt hús stiga, eftir sigra gegn Póllandi og heimakonum í Portúgal, fyrir lokaleikinn gegn Wales.

Íslenska undirbúningstímabilið er þá í fullu fjöri og eru þrír leikir á dagskrá. Tveir þeirra eru í A-deild karla í Lengjubikarnum þar sem Leiknir R. tekur á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks áður en Grótta fær Stjörnuna í heimsókn á Seltjarnarnes.

Lokaleikur kvöldsins er í C-deild Lengjubikarsins þar sem Hafnir spila við KH.

Landslið kvenna - Pinatar Cup
14:00 Skotland-Wales (Pinatar Arena)
19:30 Filippseyjar-Ísland (Pinatar Arena)

Æfingaleikur kvenna - U19
14:00 Ísland U19 - Wales U19

Lengjubikar karla - A-deild, riðill 2
17:00 Leiknir R.-Breiðablik (Domusnovavöllurinn)

Lengjubikar karla - A-deild, riðill 3
19:15 Grótta-Stjarnan (Vivaldivöllurinn)

Lengjubikar karla - C-deild, riðill 2
20:00 Hafnir-KH (Nettóhöllin-gervigras)


Athugasemdir
banner
banner
banner