
Pinatar æfingamótinu lýkur í kvöld með leik Íslands og Filippseyja.
Eftir að Skotland og Wales gerðu 1-1 jafntefli í dag er ljóst að jafntefli dugir íslenska liðinu til að standa uppi sem sigurvegari á mótinu.
Ísland er með fjögur stig fyrir leikinn í kvöld, stigi á eftir Wales en með betri markatölu og dugar því að fá stig til að enda í efsta sæti.
Eftir að Skotland og Wales gerðu 1-1 jafntefli í dag er ljóst að jafntefli dugir íslenska liðinu til að standa uppi sem sigurvegari á mótinu.
Ísland er með fjögur stig fyrir leikinn í kvöld, stigi á eftir Wales en með betri markatölu og dugar því að fá stig til að enda í efsta sæti.
Leikurinn er þriðji leikur Íslands á mótinu, liðið lagði Skotland 2-0 í fyrsta leik og gerði svo markalaust jafntefli við Wales á laugardag.
Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net og í beinni útsendingu á KSÍ TV.
Leikurinn hefst klukkan 19:30 að íslenskum tíma.
Athugasemdir