Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 21. febrúar 2023 08:20
Elvar Geir Magnússon
Joseph Fiennes fer með hlutverk Gareth Southgate
Joseph Fiennes leikur Southgate.
Joseph Fiennes leikur Southgate.
Mynd: Getty Images
Joseph Fiennes mun leika Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands, í nýrri sýningu breska þjóðleikhússins en þráðurinn í sýningunni verður pressan sem fylgir því að taka vítaspyrnur.

Sýningin fjallar um vegferð Southgate frá því að hann klúðraði vítaspyrnu sem leikmaður enska landsliðsins á EM 1996 og til dagsins í dag.

'Kæra England' eða 'Dear England' heitir sýningin og er skrifuð af James Graham. Heiti verksins er tilvísun í opið bréf sem Southgate skrifaði til enskra stuðningsmanna 2021.

Graham segir að sýningin muni snerta á 'draugum og djöflum' fortíðarinnar og meðal þess sem við sögu kemur eru kynþáttafordómar sem leikmenn urðu fyrir þegar þeir klúðruðu vítum í úrslitaleik EM alls staðar.

Fiennes, sem leikur Southgate, er þekktastur fyrir hlutverk sín í Óskarsverðlaunamyndinni Shakespeare in Love og í sjónvarpsþáttunum The Handmaid's Tale.

Ekki hefur verið ákveðið hverjir leika Marcus Rashford og Harry Kane en þeir koma við sögu í verkinu. Sýningar eiga að hefjast í London í júní í sumar.
Athugasemdir
banner