Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 21. febrúar 2023 14:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Juelsgard átti ekki góða bílferð heim eftir fyrsta leikinn
Jesper Juelsgård.
Jesper Juelsgård.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski varnarmaðurinn Jesper Juelsgaard vill helst gleyma frumraun sinni með danska félaginu Fredericia.

Juelsgaard lék með Val hér á landi í fyrra. Hinn 33 ára gamli Juelsgaard var kallaður á fund hjá Val í október og hélt að það ætti að ræða við hann um fríið eftir að tímabilinu á Íslandi væri lokið. Þess í stað var honum tjáð að hann gæti skipulagt flug til Danmerkur en ekki til baka.

Hann samdi við Fredericia í dönsku B-deildinni en fór ekki vel af stað. Juelsgaard gerði mistök sem leiddu að marki í 2-0 tapi liðsins gegn Hillerød.

„Þetta var ekki góð bílferð heim og ég átti ekki gott kvöld heldur," sagði Juelsgaard eftir leikinn.

Juelsgaard er fyrrum landsliðsmaður sem á ferlinum hefur leikið tæplega 300 leiki í Superliga með Midtjylland, Bröndby og AGF. Hann getur bæði spilað sem vinstri bakvörður og miðvörður. Fredericia er í 10. sæti næstefstu deildar og þarf að gera vel til að halda sæti sínu í deildinni.
Athugasemdir
banner
banner