Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 21. febrúar 2023 20:10
Ívan Guðjón Baldursson
Laporta: Tebas er í mannorðsstríði gegn Barca
Laporta var sáttur með að krækja í Raphinha í fyrrasumar.
Laporta var sáttur með að krækja í Raphinha í fyrrasumar.
Mynd: EPA

Joan Laporta, forseti Barcelona, ætlar ekki að segja af sér þrátt fyrir þann mútuskandal sem ríður yfir spænska fótboltaheiminn.


Skandallinn snýr að greiðslum sem Barcelona borgaði til fyrirtækis Enriquez Negreira, sem er fyrrum varaforseti spænska dómarasambandsins. Stór hluti greiðslanna er falinn og fór í gegnum skúffufyrirtæki á leið sinni til Negreira.

El Mundo rannsakaði málið og birti gögn á dögunum sem Javier Tebas, forseti spænska knattspyrnusambandsins, sendi áfram á ríkissaksóknara. Tebas og Laporta eru langt frá því að vera vinveittir og hafa tekist á um hin ýmsu mál eftir að Laporta var kjörinn forseti Barcelona í mars 2021. Þeir tókust sérstaklega harkalega á um fyrirhugaða stofnun evrópsku Ofurdeildarinnar, sem ekkert varð úr.

Eftir að hafa séð gögnin lagði Tebas til að Laporta segði af sér sem forseti Barcelona, en Laporta hefur engan áhuga á því.

„Ég ætla ekki að gera honum það til geðs að segja af mér. Það er eitthvað sem meðlimir Barcelona kjósa um. Við munum svara þessum ásökunum fullum hálsi, við sættum okkur ekki við það þegar utanaðkomandi aðilar reyna að eyðileggja sögu og ímynd Barcelona með þessum hætti," sagði Laporta í dag.

„Það var búið að vara okkur við því að Tebas ætlaði í mannorðsstríð gegn Barca og mér persónulega. Gríman er komin af, hann heldur áfram að vera heltekinn af Barca. 

„Hans markmið er að stjórna Barca úr fjarlægð, sem er það sem honum hefur tekist að gera undanfarin ár. Hann er hræddur við félagið."

Þarna á Laporta meðal annars við fjármálareglur spænsku deildarinnar sem Barca hefur átt í miklu basli með að virða á undanförnum árum. Laporta kennir fjármálareglunum um að félagið hafi misst Lionel Messi frá sér.

Sjá einnig:
Tebas: Laporta ætti að segja af sér
Barcelona sakað um stórfelldar mútur


Athugasemdir
banner
banner
banner