Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. febrúar 2023 21:22
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Útlendingar brjálaðir eftir svakalega endurkomu á Seltjarnarnesi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Grótta 3 - 3 Stjarnan
0-1 Ísak Andri Sigurgeirsson ('15)
0-2 Ísak Andri Sigurgeirsson ('35)
0-3 Adolf Daði Birgisson ('44)
1-3 Tómas Jóhannessen ('49)
2-3 Arnþór Páll Hafsteinsson ('54)
3-3 Hilmar Andrew McShane ('68)
Rautt spjald: Gunnar Jónas Hauksson, Grótta ('89)


Grótta tók á móti Stjörnunni í Lengjubikar karla í kvöld og úr varð frábær leikur þar sem Garðbæingar komust í þriggja marka forystu í fyrri hálfleik.

Ísak Andri Sigurgeirsson skoraði tvennu áður en Adolf Daði Birgisson setti þriðja markið og hélt að hann hefði um leið gert út um viðureignina. Svo var þó ekki því heimamenn í Gróttu komu heldur betur til baka í síðari hálfleik og vöktu um leið mikla reiði hinna ýmsu útlendinga sem hafa verið að veðja á leikinn.

Grótta sneri stöðunni úr 0-3 í 3-3 á tuttugu mínútna kafla í upphafi síðari hálfleiks og var mikil spenna á lokakafla leiksins en hvorugu liði tókst að pota inn sigurmarki. Tómas Jóhannessen, Arnþór Páll Hafsteinsson og Hilmar Andrew McShane gerðu mörk Gróttu.

Reiðir útlendingarnir tóku sig til eftir jöfnunarmarkið og byrjuðu að tjá óánægju sína á samfélagsmiðlum Stjörnunnar, þar sem Garðbæingar eru sakaðir um að hagræða úrslitum.

Burtséð frá skoðunum útlendinganna, sem eru aðeins fátækari í dag heldur en í gær, þá náði Grótta sér í gott stig með frábærri endurkomu gegn sterkum andstæðingum.

Grótta er því komin með tvö stig eftir þrjár umferðir á meðan Stjarnan er með fjögur stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner