Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 21. febrúar 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Liverpool skólinn á Íslandi í ellefta sinn
Mynd: Liverpool skólinn

Hinn sívinsæli Liverpool fótboltaskóli kemur til Íslands í ellefta sinn í sumar. Hann verður á Akureyri í þrjá daga í fyrrihluta júní og svo í Mosfellsbæ næstu þrjá daga.


Skólinn er fyrir stelpur og stráka á grunnskólaaldri, 6 til 16 ára, og verða 18 þjálfarar úr akademíustarfi Liverpool sem sjá um þjálfunina. Þeir munu hafa íslenska aðstoðarþjálfara sér til stuðnings sem munu sjá um aðstoð og túlkun þegar þarf.

Skráningargjald er um 31 þúsund krónur og er hægt að búast við að allt pláss í skólann verði uppbókað á næstu vikum. 65 manns hafa þegar skráð sig í skólann í Mosfellsbæ og eru 209 pláss eftir. Á Akureyri eru 83 pláss laus.

Allir þátttakendur fá bolta að gjöf og innifalið í verði er ávaxtabiti og hádegismatur.

Skóladagar:
6. – 8. júní á Akureyri
9. – 11. júní í Mosfellsbæ

Nánari upplýsingar er hægt að fá í gegnum vefpóst á [email protected] eða á Facebook síðu Liverpool skólans.

Skráning fer fram hér.


Athugasemdir
banner