Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. febrúar 2023 23:14
Ívan Guðjón Baldursson
Liverpool vann Real Madrid í xG
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Liverpool steinlá gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu fyrr í kvöld þar sem gestirnir frá Madríd nýttu nánast öll færin sem þeir fengu í leiknum.


Liverpool komst í tveggja marka forystu en Real vann leikinn 2-5 eftir skemmtilega flugeldasýningu.

Það vekur athygli að tölfræðin úr leiknum er gríðarlega jöfn og ef xG er skoðað kemur í ljós að Liverpool hefði haft betur ef leikurinn hefði farið fram í reiknivél. 

Liverpool, sem komst nokkrum sinnum nálægt því að bæta öðru marki við leikinn, var með 2,01 í xG á móti 1,66 hjá Real Madrid.

Þá var Liverpool 51,6% með boltann og áttu bæði lið 9 marktilraunir.

Hvað er xG? 
Á ensku er það stytting á expected goals, eða áætluð mörk. 
Tölfræðin segir til um hversu mörg mörk lið ættu að skora miðað við fengin færi.


Athugasemdir
banner
banner
banner