þri 21. febrúar 2023 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin í dag - Liðin sem léku til úrslita
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: EPA

16-liða úrslit Meistaradeildarinnar eru í fullu fjöri og eru tveir leikir á dagskrá í kvöld þar sem Liverpool tekur á móti Real Madrid í risaslag.


Liverpool endaði í öðru sæti riðilsins eftir Napoli á markatölu og mætir því ríkjandi meisturunum í endurtekningu frá úrslitaleiknum sem fór fram síðasta vor. Real Madrid hafði þar betur með einu marki gegn engu þrátt fyrir mikla yfirburði Liverpool í leiknum.

Bæði lið hafa verið hikstandi á leiktíðinni en þó sérstaklega Liverpool og verður áhugavert að fylgjast með þessum stórslag sem verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.

Napoli, sem vann riðilinn með Liverpool, á einnig leik í kvöld. Topplið ítölsku deildarinnar heimsækir þar Eintracht Frankfurt til Þýskalands.

Frankfurt vann Evrópudeildina í fyrra og öðlaðist þannig þátttökurétt í Meistaradeildinni þrátt fyrir að hafa endað í ellefta sæti þýsku deildarinnar. Liðið er í sjötta sæti deildarinnar sem stendur, aðeins fimm stigum frá toppnum.

Frankfurt endaði í öðru sæti síns riðils, einu stigi eftir toppliði Tottenham, en Sporting CP og Marseille komu í næstu sætum fyrir neðan.

Þessi viðureign verður gífurlega spennandi en Napoli er spáð sigri enda er liðið á ótrúlegu skriði á toppi ítölsku deildarinnar.

Leikir kvöldsins:
20:00 Eintracht Frankfurt - Napoli (Viaplay)
20:00 Liverpool - Real Madrid (Stöð 2 Sport 2)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner