Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 21. febrúar 2023 21:55
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin: Liverpool flengdir á heimavelli
Mynd: Getty Images

Liverpool 2 - 5 Real Madrid
1-0 Darwin Nunez ('4)
2-0 Mohamed Salah ('14)
2-1 Vinicius Junior ('21)
2-2 Vinicius Junior ('36)
2-3 Eder Militao ('47)
2-4 Karim Benzema ('55)
2-5 Karim Benzema ('67)


Liverpool tók á móti Real Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld og úr varð ótrúlega fjörug viðureign.

Heimamenn í Liverpool byrjuðu af miklum krafti og voru komnir í tveggja marka forystu eftir stundarfjórðung þar sem Mohamed Salah skoraði eftir slæm mistök Thibaut Courtois og lagði upp fyrir Darwin Nunez sem kláraði með hælnum.

Vinicius Junior var þó ekki á því að tapa þessum leik og svaraði hann fyrir Madrídinga. Hann skoraði fyrst með góðu skoti úr erfiðu færi og jafnaði síðan eftir slæm mistök Alisson Becker og báðir markverðir þar með búnir að gefa mark.

Helsti munur liðanna í kvöld var færanýtingin þar sem gestirnir nýttu nánast öll sín færi. Eder Militao kom þeim yfir með skalla í upphafi síðari hálfleiks og gerði Karim nokkur Benzema út um viðureignina með tvennu.

Fyrra markið skoraði Benzema með skoti utan teigs sem hafði viðkomu í Joe Gomez og breytti um stefnu. Það plataði Alisson sem var búinn að skutla sér og lak boltinn í netið. Seinna markið gerði Benzema eftir flotta skyndisókn þar sem hann sýndi miklar stáltaugar til að klára með laglegu skoti.

Lokatölur urðu 2-5 eftir að Liverpool komst í tveggja marka forystu. Ótrúleg endurkoma Real Madrid staðreynd og verður seinni leikurinn á Santiago Bernabeu afar erfiður fyrir lærisveina Jürgen Klopp.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner