Þetta vekur mikla athygli eftir að lærisveinar Moyes áttu gott tímabil í fyrra og tryggðu sér þátttöku í Sambandsdeildinni með því að enda í sjöunda sæti úrvalsdeildarinnar.
Moyes hefur stýrt West Ham síðustu þrjú ár og segist ekki enn vera búinn að fá frídag. Hann telur að þetta ótrúlega leikjaálag valdi því að knattspyrnutjórar geti ekki enst jafn lengi í sama starfi og þeir gerðu áður fyrr, til dæmis Moyes sjálfur sem var við stjórnvölinn hjá Everton í ellefu ár frá 2002 til 2013.
„Einu fríin sem við knattspyrnustjórar höfum átt síðustu árin eru landsleikjahléin, og þá er maður samt alltaf með annað augað á vinnunni. Þið getið ímyndað ykkur hvað við erum þreyttir eftir heilt tímabil. Tímabilið byrjar vanalega 1. júlí og endar 28. maí, þannig maður hefur einn mánuð í frí yfir heilt ár," segir Moyes.
„Persónulega vona ég að tímabilið okkar endi ekki fyrr en 7. júní, þegar úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar fer fram. Ef það gerist þá verðum við, þjálfarar og leikmenn, búnir að vinna stanslaust frá 1. júlí til 7. júní. Sem stjórinn þá má ég aldrei sleppa því að mæta á æfingar. Ég má varla verða veikur. Það eru frídagar hér og þar en þú þarft að vinna hverja einustu helgi og aðra hverja helgi kemstu varla heim til þín.
„Það er mjög erfitt og krefjandi að vera knattspyrnustjóri í dag. Ég var 11 ár hjá sama félagi en ég efast um að það sé hægt í fótboltaheiminum í dag útaf auknu leikjaálagi. Það eykur stress vandamál og almenn heilsufarsvandamál hjá þjálfurum.
„Ef við lítum á dagatalið þá höfum við verið að vinna stanslaust í þrjú ár án þess að fá raunverulegt frí og þetta sumar verður ekkert öðruvísi. Við verðum að vera mættir aftur 1. júlí."
West Ham tekur á móti Nottingham Forest í mikilvægum fallbaráttuslag á laugardaginn.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 36 | 25 | 8 | 3 | 83 | 37 | +46 | 83 |
2 | Arsenal | 36 | 18 | 14 | 4 | 66 | 33 | +33 | 68 |
3 | Newcastle | 36 | 20 | 6 | 10 | 68 | 45 | +23 | 66 |
4 | Man City | 36 | 19 | 8 | 9 | 67 | 43 | +24 | 65 |
5 | Chelsea | 36 | 18 | 9 | 9 | 62 | 43 | +19 | 63 |
6 | Aston Villa | 36 | 18 | 9 | 9 | 56 | 49 | +7 | 63 |
7 | Nott. Forest | 36 | 18 | 8 | 10 | 56 | 44 | +12 | 62 |
8 | Brentford | 36 | 16 | 7 | 13 | 63 | 53 | +10 | 55 |
9 | Brighton | 36 | 14 | 13 | 9 | 59 | 56 | +3 | 55 |
10 | Bournemouth | 36 | 14 | 11 | 11 | 55 | 43 | +12 | 53 |
11 | Fulham | 36 | 14 | 9 | 13 | 51 | 50 | +1 | 51 |
12 | Crystal Palace | 36 | 12 | 13 | 11 | 46 | 48 | -2 | 49 |
13 | Everton | 36 | 9 | 15 | 12 | 39 | 44 | -5 | 42 |
14 | Wolves | 36 | 12 | 5 | 19 | 51 | 64 | -13 | 41 |
15 | West Ham | 36 | 10 | 10 | 16 | 42 | 59 | -17 | 40 |
16 | Man Utd | 36 | 10 | 9 | 17 | 42 | 53 | -11 | 39 |
17 | Tottenham | 36 | 11 | 5 | 20 | 63 | 59 | +4 | 38 |
18 | Ipswich Town | 36 | 4 | 10 | 22 | 35 | 77 | -42 | 22 |
19 | Leicester | 36 | 5 | 7 | 24 | 31 | 78 | -47 | 22 |
20 | Southampton | 36 | 2 | 6 | 28 | 25 | 82 | -57 | 12 |