þri 21. febrúar 2023 12:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nú þegar byrjað að kalla eftir því að Parker verði rekinn
Scott Parker.
Scott Parker.
Mynd: Getty Images
Scott Parker hefur ekki farið vel af stað sem stjóri Club Brugge í Belgíu og nú þegar eru stuðningsmenn farnir að kalla eftir því að hann verði rekinn.

Parker, sem er fyrrum stjóri Bournemouth og Fulham, fór til Belgíu og tók við Club Brugge í byrjun árs.

Það hefur ekki gengið vel og er liðið aðeins búið að vinna einn af níu leikjunum undir hans stjórn.

Club Brugge er núna 21 stigi á eftir toppliði Genk í belgísku úrvalsdeildinni og er liðið við það að falla úr leik í Meistaradeildinni.

Mórallinn virðist vera hræðilegur í hópnum, en Parker lét menn heyra það eftir jafntefli gegn Club Brugge um liðna helgi. „Við erum að taka skref til baka. Það var margt óásættanlegt í þessu. Við vorum hvergi nógu góðir."

Það er farið að hitna undir honum en það eru gerðar meiri kröfur hjá Club Brugge.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner