Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 21. febrúar 2023 20:47
Ívan Guðjón Baldursson
Nýr leikmaður Þórs/KA er að spila gegn Íslandi (Staðfest)
Mynd: Þór/KA

Þór/KA er búið að staðfesta félagsskipti Dominique Randle sem mun leika á Akureyri á komandi keppnistímabili.


Dominique er fædd 1994 og er þessa stundina í byrjunarliði landsliðs Filippseyja sem er að keppa við Ísland í Pinatar Cup æfingamótinu á Spáni. Þar er Ísland með tveggja marka forystu sem stendur.

Dominique er öflugur varnarmaður með 24 landsleiki að baki fyrir Filippseyjar. Hún lék með háskólaliði UCLA til 2017 en hefur aldrei spilað fyrir atvinnumannafélag.

Hin 33 ára gamla Tahnai Annis er einnig í byrjunarliði Filippseyja, en hún skrifaði undir samning við Þór/KA í janúar.

„Dominique er reynslumikill varnarmaður sem kemur til með að styrkja okkur mikið,“ segir Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA.

„Hún og Tahnai þekkjast vel úr landsliði Filippseyja og eiga sinn þátt í því að liðið er að fara í fyrsta sinn í lokakeppni HM.“


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner