Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 21. febrúar 2023 17:00
Elvar Geir Magnússon
Osimhen: Bíðum og sjáum hvað gerist eftir tímabilið
Osimhen er orðaður við Manchester United.
Osimhen er orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Nígeríski sóknarmaðurinn Victor Osimhen hefur leikið við hvern sinn fingur með Napoli í sumar.

Napoli setur 107 milljónir punda á leikmanninn sem hefur skorað 19 mörk og átt fjórar stoðsendingar í 23 leikjum á tímabilinu.

Manchester United er meðal félaga sem eru sögð vilja krækja í kappann í sumar, einnig er talað um Chelsea. Það vantar ekki áhugann á þessum 24 ára leikmanni.

„Þegar maður stendur sig vel þá fara önnur félög að sýna manni áhuga. Að þessi stórlið hafa áhuga á mér sýnir að ég er að gera vel og hvetur mann til þess að gera enn meira, bæði fyrir mann sjálfan og liðið," segir Osimhen.

Hann vill ekki útiloka það að hann færi sig um set í sumar.

„Ég einbeiti mér að Napoli núna og félagið hefur lokaorðið. Ég vil bara hjálpa mínu liði að vinna leiki og lyfta bikurum. Bíðum og sjáum hvað gerist eftir tímabilið."

Napoli er búið að stinga af í ítölsku A-deildinni og 18 af 19 mörkum Osimhen hafa komið í keppninni. Hann leiðir baráttuna um gullskóinn.

„Að verða markahæstur er ekki aðalmarkmið mitt núna. Liðið gengur fyrir, ekki minn persónulegi metnaður. Ég vil vinna titla með liðinu mínu. Meðan liðið er að vinna skiptir ekki máli hver skorar mörkin," segir Osimhen.
Athugasemdir
banner
banner
banner