Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 21. febrúar 2023 08:00
Elvar Geir Magnússon
PSG vill endurráða Tuchel - Arsenal í viðræðum við Rice
Powerade
Snýr Thomas Tuchel aftur í borg ástarinnar?
Snýr Thomas Tuchel aftur í borg ástarinnar?
Mynd: EPA
Arsenal vill Rice.
Arsenal vill Rice.
Mynd: Getty Images
Benítez hefur áhuga á að taka við West Ham.
Benítez hefur áhuga á að taka við West Ham.
Mynd: EPA
Það eru spennandi Evrópuleikir framundan í vikunni, en fyrst er það slúðrið. Tuchel, McTominay, Fati, Dalot, Moyes, Benítez, Gracia og fleiri í slúðurpakkanum.

Paris St-Germain er að undirbúa að endurráða Thomas Tuchel sem stjóra. Þjóðverjinn var rekinn frá félaginu 2020. Christophe Galtier er sem stendur með stjórnartaumana hjá PSG en hefur hlotið talsverða gagnrýni. (Evening Standard)

Brasilíski framherjinn Neymar (31) hefur engan áhuga á að yfirgefa Paris St-Germain áður en samningur hans er á enda 2027. (L'Equipe)

Arsenal er að vinna kapphlaupið um Declan Rice (24), miðjumann West Ham. Umboðsmenn hans eru í viðræðum við Arsenal. (Football Insider)

Manchester United er tilbúið að hlusta á tilboð í skoska miðjumanninn Scott McTominay (26) og telur sig geta fengið 25 milljónir punda fyrir hann. (Football Insider)

Spænski framherjinn Ansu Fati (20) hefur verið orðaður við Manchester United en er samningsbundinn Barcelona til 2027 og segist vona að vera áfram hjá félaginu í mörg ár til viðbótar. (Goal)

Manchester United er bjartsýnt á að portúgalski hægri bakvörðurinn Diogo Dalot (23) geri nýjan samning við félagið. (Football Insider)

David Moyes, stjóri West Ham, verður rekinn ef liðið tapar á heimavelli gegn Nottingham Forest á laugardag. Rafael Benítez hefur áhuga á að taka við stjórastarfinu hjá West Ham. (Times/Mail)

Javi Gracia er annar af tveimur sem Leeds er að ræða við um stjórastöðuna. (Guardian)

Leeds hefur áhuga á spænska framherjanum Ilias Akhomach (18). (ESPN)

Joe Lewis eigandi Tottenham og stjórnarformaðurinn Daniel Levy eru óvissir um hvort þeir eigi að hlusta á tilboð í félagið í heild eða selja hluta. (Evening Standard)

Pabbi Stefan Bajcetic (18) segir að Liverpool hafi ekki ætlað að kaupa son sinn frá akademíu Celta Vigo fyrr en félagið hafi frétt það að erkifjendurnir í Manchester United hefðu áhuga á honum. (El Mundo)

Arsenal, Chelsea og Manchester United hafa öll áhuga á franska framherjanum Marcus Thuram (25) sem verður fáanlegur á frjálsri sölu í sumar eftir að hafa hafnað nýjum samningi við Borussia Mönchengladbach. (TalkSport)

Chelsea er í viðræðum um að lána brasilíska sóknarmanninn Andrey Santos (18) á lán til Palmeiras. Hann hefur ekki fengið atvinnuleyfi. (Evening Standard)
Athugasemdir
banner
banner
banner