Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 21. febrúar 2023 08:40
Ívan Guðjón Baldursson
Rabiot að renna út á samningi: Verðum að bíða og sjá
Man Utd er talið til líklegustu áfangastaða Rabiot í sumar.
Man Utd er talið til líklegustu áfangastaða Rabiot í sumar.
Mynd: Getty Images

Franski miðjumaðurinn Adrien Rabiot hefur verið meðal bestu leikmanna Juventus á tímabilinu. Samningur hans við stórveldið rennur þó út í sumar og eru taldar miklar líkur á að hann muni skipta um félag.


Rabiot gekk í raðir Juve á frjálsri sölu frá PSG sumarið 2019, eftir mikla baráttu við nokkur af stærstu félögum Evrópu sem vildu öll fá miðjumanninn í sínar raðir.

Mögulegt er að önnur, svipuð barátta fari fram þegar sumarið gengur í garð. Þar hafa Manchester United, Chelsea og Barcelona meðal annars verið nefnd til sögunnar sem mögulegir áfangastaðir.

„Ég er leikmaður Juve í dag og einbeiti mér ekki að neinu öðru. Ég er ekki að hugsa um samninginn minn, við verðum að bíða og sjá hvernig samningsviðræðurnar munu ganga," svaraði Rabiot þegar hann var spurður út í næsta sumar.

Rabiot er 27 ára gamall og vann gífurlegt magn titla sem leikmaður PSG, auk þess að hafa unnið ítölsku deildina og bikarinn með Juve. Hann á 35 landsleiki að baki fyrir Frakkland og endaði í öðru sæti með landsliðinu á HM í vetur.


Athugasemdir
banner
banner
banner