Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   þri 21. febrúar 2023 23:03
Ívan Guðjón Baldursson
Rudiger: Aldrei upplifað annað eins

Antonio Rüdiger var í hjarta varnarinnar hjá Real Madrid sem vann magnaðan endurkomusigur gegn Liverpool á Anfield í kvöld.


Rudiger og félagar hleyptu tveimur boltum í netið á fyrsta stundarfjórðunginum en Vinicius Junior og Karim Benzema sáu um endurkomu Madrídinga sem skópu að lokum ótrúlegan 2-5 sigur.

„Þetta er brjálæði. Þegar við lentum tveimur mörkum undir þá sá ég á strákunum að við höfðum ennþá trú á þessu, en það er algjört brjálæði að koma til baka með þessum hætti," sagði Rudiger.

„Við sögðum við sjálfa okkur að við þurftum bara eitt mark til að halda þessari viðureign opinni fyrir seinni leikinn en svo skoruðum við það mark mjög fljótlega. Eftir það vorum við komnir aftur inn í leikinn. Ég hef aldrei upplifað annað eins á mínum fótboltaferli."


Athugasemdir
banner