Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. febrúar 2023 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar Páll um nýtt fyrirkomulag: Finnst þetta algjörlega galið
Lengjudeildin
Fylkir fagnar sigri í Lengjudeildinni í fyrra.
Fylkir fagnar sigri í Lengjudeildinni í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis.
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nýtt fyrirkomulag verður í Lengjudeildinni í sumar, en kosið var um það á síðasta ársþingi KSÍ. Efsta liðið mun fara beint upp um deild en liðið í öðru sæti fer ekki endilega upp, eins og vaninn hefur verið.

Núna verður það þannig að liðin í öðru til fimmta sæti sem fara í sérstaka úrslitakeppni um eitt laust sæti í Bestu deildinni.

Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis sem vann Lengjudeildina í fyrra, er langt frá því að vera hrifinn af þessu nýja fyrirkomulagi en hún var samþykkt af félögunum á síðasta ársþingi.

„Nálgunin í Lengjudeildinni í ár er glórulaus," sagði Rúnar Páll í útvarpsþættinum Fótbolta.net um liðna helgi.

„Það getur verið svo mikill stigamunur á þessum liðum, eins og var í fyrra - á fyrstu tveimur sætunum og liðinu í þriðja sæti."

„Fimmta besta liðið - með smá heppni - getur verið komið í deild þeirra bestu þrátt fyrir að vera kannski 20 stigum á eftir efstu liðunum," sagði Tómas Þór Þórðarson í þættinum.

„Mér finnst þetta algjörlega galið og ég skil ekki hverjir fundu þetta upp. Þetta er ótrúlegt," bætti Rúnar við en það verður áhugavert að sjá hvernig þetta mun fara í sumar. Líkt og áður segir þá kusu félögin um þessa tillögu á síðasta ársþingi. Lengjudeildin hefur sjaldan verið eins sterk.

Hægt er að skoða tillöguna frá ársþinginu með því að smella hérna en þar segir meðal annars að nýju fyrirkomulagi sé ætlað að búa til meiri keppni og fleiri leiki þar sem enn meira er í húfi.

Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Rúnar Pál í heild sinni, og einnig er hægt að hlusta á viðtal við Baldvin Már Borgarsson, aðstoðarþjálfara Ægis, þar sem þetta fyrirkomulag var rætt.
Útvarpsþátturinn - Rúnar Páll, Kórdrengir kveðja og ársþingið
Ægismenn fá allt aðra áskorun - Upp um deild í febrúar
Athugasemdir
banner
banner
banner