Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 21. febrúar 2023 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
RÚV fær sýningarréttinn á Meistarakeppni KSÍ
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
RÚV tókst að semja við KSÍ um sýningarréttinn á báðum úrslitaleikjum í Meistarakeppni KSÍ 2023, leikjunum árlegu milli Íslandsmeistarana og bikarmeistarana.

RÚV sýnir því beint frá leikjunum þegar þeir fara fram í apríl. 

Í karlaflokki eiga Íslandsmeistarar Breiðabliks heimaleik við bikarmeistara Víkings R. þriðjudaginn 4. apríl.

Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli klukkan 19:30.

Í kvennaflokki eiga Íslandsmeistarar Vals heimaleik við Stjörnuna. Valur vann bæði deild og bikar í fyrra, Stjarnan keppir þessa viðureign eftir að hafa endað í öðru sæti Bestu deildarinnar.

Liðin eigast við mánudaginn 17. apríl klukkan 19:30 á Origo vellinum.

Meistarakeppni KSÍ (karlar) - Þriðjudagur 4. apríl
19:30 Breiðablik - Víkingur (Kópavogsvöllur - RÚV)

Meistarakeppni KSÍ (konur) - Mánudagur 17. apríl
19:30 Valur - Stjarnan (Origo völlurinn - RÚV)


Athugasemdir
banner