þri 21. febrúar 2023 12:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sá sem hefur verið lengst í aðalliðinu framlengir við Arsenal
Mynd: Getty Images
Arsenal greindi frá því í dag að egypski miðjumaðurinn Mohamed Elneny væri búinn að skrifa undir eins árs framlengingu á samningi sínum við félagið.

Hann er þrítugur og kom frá Basel árið 2016, hann er því búinn að vera hjá félaginu í sjö ár sem gerir hann að þeim leikmanni félagsins sem hefur verið lengst í aðalliðinu.

Elneny á að baki 155 leiki fyrir Arsenal í öllum keppnum og hefur í þeim skorað sex mörk og lagt upp tíu.

„Ég er svo ánægður, ég elska þetta félag og stuðnmingsmennina svo mikið og ég mun gefa allt til að hjálpa okkur eins vel og hægt er, alla daga sem ég er hér," sagði miðjumaðurinn.

Hann fór í hnéaðgerð í lok síðasta mánaðar og óvíst er hvort hann geti spilað meira á tímabilinu. Áður en hann meiddist hafði hann komið við sögu í fimm deildarleikjum, einum Evrópudeildarleik og tveimur bikarleikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner