Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 21. febrúar 2023 20:59
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Alisson gaf Real jöfnunarmarkið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúmenski dómarinn Istvan Kovacs er búinn að flauta fyrri hálfleik úr risaslag Liverpool gegn Real Madrid af. Þar er staðan 2-2 eftir ótrúlega fjörugar 45 mínútur.


Heimamenn í Liverpool fóru gífurlega vel af stað og voru komnir í tveggja marka forystu eftir tæpan stundarfjórðung, en Vinicius Junior svaraði með tveimur mörkum.

Fyrra markið skoraði Vinicius með góðu skoti úr erfiðu færi en seinna markið skrifast á Alisson Becker sem gerði hrikaleg mistök.

Alisson fékk boltann sem aftasti leikmaður og var undir pressu frá Vinicius. Hann misreiknaði sig og sendi boltann beint í lappirnar á Vinicius og þaðan flaug boltinn í netið.

Bæði lið fengu færi til að skora annað mark í hálfleiknum en besta færið fengu heimamenn þegar Dani Carvajal og Eder Militao björguðu saman á marklínu.

Sjáðu jöfnunarmarkið
Sjáðu línubjörgunina


Athugasemdir
banner
banner
banner