Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 21. febrúar 2023 22:26
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikin: Kolo Muani fékk beint rautt
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Napoli er í frábærri stöðu í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar eftir þægilegan sigur á útivelli gegn Eintracht Frankfurt í kvöld.


Sigurinn var þægilegur en leikurinn var langt frá því að vera tíðindalítill þar sem Khvicha Kvaratskhelia, georgískur stjörnuleikmaður Napoli, misnotaði vítaspyrnu og fékk Randal Kolo Muani, ein helsta markavél þýsku deildarinnar, beint rautt spjald.

Kvaratskhelia steig á vítapunktinn skömmu eftir að Hirving Lozano hafði skotið í stöng úr dauðafæri. Victor Osimhen gerði virkilega vel að stinga sér framfyrir varnarmann til að fiska vítaspyrnu og tók Kvaratskhelia fínustu spyrnu. Kevin Trapp var hins vegar vandanum vaxinn og varði spyrnuna með frábærri skutlu til hægri.

Léttir heimamanna varði þó ekki lengi því Osimhen setti boltann í netið tvisvar sinnum á einni mínútu en aðeins fyrra markið fékk að standa, hann var í rangstöðu í seinna skiptið. 

Staðan var 0-1 í leikhlé og þurftu heimamenn að skipta um gír ef þeir vildu fá eitthvað út úr seinni hálfleiknum. Þær vonir urðu að engu þegar Kolo Muani fékk beint rautt spjald fyrir hættulega tæklingu, eins og er hægt að sjá hér fyrir neðan.

Sjáðu vítaspyrnuna og aðdragandann
Sjáðu opnunarmark Osimhen
Sjáðu rangstöðumarkið 40 sekúndum síðar
Sjáðu rauða spjaldið á Kolo Muani
Sjáðu seinna mark Napoli


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner