þri 21. febrúar 2023 20:29
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu mörkin: Hælspyrna Nunez og mistök Courtois
Nunez hefur verið sprækur það sem af er fyrri hálfleiks.
Nunez hefur verið sprækur það sem af er fyrri hálfleiks.
Mynd: EPA

Liverpool hefur farið vel af stað í viðureign sinni gegn Real Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.


Heimamenn komust í tveggja marka forystu á Anfield þegar tæpur stundarfjórðungur var liðinn af leiknum. Darwin Nunez skoraði eftir þriggja mínútna leik og tvöfaldaði Mohamed Salah forystuna á fjórtándu mínútu.

Nunez skoraði laglegt mark með hælnum eftir góðan undirbúning frá Salah, sem tvöfaldaði svo forystuna sjálfur.

Salah nýtti sér þá afar klaufaleg mistök Thibaut Courtois sem var með vald á boltanum en rakst í hann með hægra hnénu þegar hann var undir pressu frá Salah. Egypski kóngurinn lét ekki bjóða sér þetta tækifæri tvisvar og potaði boltanum í netið af stuttu færi.

Gestirnir frá Madríd svöruðu þó strax fyrir sig með flottu marki frá Vinicius Junior sem sýndi gæðin sín til að skora úr erfiðu færi. Skömmu síðar björguðu Dani Carvajal og Eder Militao á marklínu, en staðan er 2-1 eftir tæpan hálftíma þegar þetta er skrifað.

Sjáðu hælspyrnumark Nunez
Sjáðu mistök Courtois
Sjáðu mark Vinicius Junior


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner