Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 21. febrúar 2023 21:49
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu mörkin: Niðurlæging á Anfield
Mynd: EPA

Liverpool komst í tveggja marka forystu á fyrsta stundarfjórðunginum í stórleik kvöldsins gegn Real Madrid. Gestirnir frá Madríd svöruðu þó fyrir sig og var staðan 2-2 í leikhlé.


Madrídingar tóku Liverpool í kennslustund í síðari hálfleik. Þeir gáfu ekki mikið af færum á sér og nýttu þau færi sem gáfust.

Eder Militao skoraði strax í upphafi síðari hálfleiks með skalla eftir góða fyrirgjöf úr aukaspyrnu Luka Modric.

Karim Benzema gerði næsta mark með skoti utan teigs sem hafði viðkomu í Joe Gomez og breytti um stefnu. Alisson var búinn að skutla sér og kom engum vörnum við.

Benzema var svo aftur á ferðinni til að innsigla sigurinn á 67. mínútu eftir góða skyndisókn. Benzema gerði vel að halda rónni fyrir framan markið og skoraði með laglegu skoti í samskeytin.

Nú eru nokkrar mínútur eftir af venjulegum leiktíma og er staðan 2-5 fyrir Real Madrid.

Sjáðu skallamark Eder Militao 
Sjáðu skotið sem fór af Gomez 
Sjáðu stáltaugar Karim Benzema fyrir framan markið


Athugasemdir
banner
banner
banner