þri 21. febrúar 2023 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þór fær Finna til að leysa Orra af (Staðfest)
Lengjudeildin
Axel hefur leikið í Finnlandi, á Ítalíu, í Noregi og í Litháen á sínum ferli.
Axel hefur leikið í Finnlandi, á Ítalíu, í Noregi og í Litháen á sínum ferli.
Mynd: Brattvag IL
Þór hefur fengið finnska varnarmanninn Akseli Kalermo í sínar raðir og mun hann spila með liðinu í Lengjudeildinni í sumar.


„Akseli, eða Axel eins og hann er alltaf kallaður, er 26 ára gamall miðvörður sem hefur spilað í efstu deild í Litháen undanfarin tvö og hálft ár," segir í frétt á heimasíðu Þórs.

Axel lék á sínum tíma fyrir öll yngri landslið Finnlands og var sautján ára gamall keyptur til Atalanta á Ítalíu. Hann kemur til Íslands á morgun og æfir þá í fyrsta sinn með Þórsliðinu.

„Axel er ætlað að leysa Orra Sigurjónsson af. Við erum búnir að vera að bíða aðeins með og sjá hvernig meiðslin hjá Bjarka og Bigga myndu þróast en þeir hafa verið meira og minna frá síðan um áramót," segir Þorlákur Árnason, þjálfari Þórs.

„Axel er stór og sterkur varnarmaður og er góður á boltanum. Hann spilaði á sínum unglingsárum með Brommapojkarna í Svíþjóð og Atalanta á Ítalíu og er mjög vel skólaður leikmaður. Hann ætti að styrkja liðið mjög mikið,“ bætti Þorlákur við.

Komnir
Akseli Kalermo frá Litháen
Kristján Atli Marteinsson frá Kórdrengjum
Marc Rochester Sörensen frá Öster
Ómar Castaldo Einarsson frá KV
Rafnar Máni Gunnarsson frá Völsungi
Valdimar Daði Sævarsson frá KV

Farnir
Auðunn Ingi Valtýsson í D/R á láni
Ásgeir Marinó Baldvinsson í Þrótt V.
Elvar Baldvinsson í Vestra
Harley Willard í KA
Orri Sigurjónsson í Fram
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner