banner
   þri 21. febrúar 2023 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Þróttari vann tæpar 6 milljónir í Getraunum
Mynd: 1X2

Hann var frekar hissa Þróttarinn sem fékk símtal frá Getraunum um að hann hefði verið með 12 rétta á Enska getraunaseðlinum á laugardaginn og tæplega 6 milljón krónum ríkari.


Þróttarinn er ekki mikill tippari og var þetta aðeins í fjórða eða fimmta sinn sem hann tippar á Enska getraunaseðilinn. „Mér datt þetta í hug á miðvikudagskvöldinu þar sem ég sat yfir sjónvarpinu að tippa á Enska getraunaseðilinn, en ég fylgist ekkert með enska boltanum og það kom því á óvart að fá símtal frá Getraunum í morgun“ sagði kátur vinningshafinn.

Miðinn var með sex leiki tvítryggða og eitt merki á sjö leiki og kostaði 832 krónur. Eini leikurinn sem var rangur var Everton – Leeds þar sem tipparinn spáði Leeds sigri en Everton vann leikinn 1-0.

Enginn var með 13 rétta á Enska getraunaseðlinum og því verður risapottur næstkomandi laugardag þar sem vinningsupphæðin fyrir 13 rétta er áætluð 200 milljónir króna.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner