Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 21. febrúar 2023 16:30
Elvar Geir Magnússon
Verður West Ham næsta skref á stjóraferli Carrick?
Michael Carrick.
Michael Carrick.
Mynd: Getty Images
Daily Mail segir að forráðamenn Middlesbrough séu þegar farnir að ræða það hver eigi að taka við liðinu þegar Michael Carrick muni taka við stærra félagi.

Carrick hefur lyft Boro úr 21. sæti upp í það þriðja í Championship-deildinni og það bara í 17 leikjum.

Íþróttafréttamaðurinn Craig Hope segir að allir hjá félaginu elski Carrick; allt frá ræstitæknunum, leikmönnum og þjálfurunum til stjórnarformannsins Steve Gibson og stjórnarmanna.

Þessi fyrrum miðjumaður Manchester United er klárlega einn allra áhugaverðasti enski stjórinn í dag.

Búist er við því að Carrick haldi trú við Middlesbrough, allavega út þetta tímabil. Hope veltir því fyrir sér hvort næsta félag gæti mögulega verið West Ham? Carrick kom upp úr unglingastarfi West Ham og lék 136 leiki fyrir aðalliðið.
Athugasemdir
banner
banner