Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   þri 21. febrúar 2023 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verður Zaha liðsfélagi Ronaldo?
Wilfried Zaha, leikmaður Crystal Palace, íhugar núna að skella sér til Sádí-Arabíu.

Það er Evening Standard sem segir frá en þar kemur fram að leikmaðurinn sé búinn að hafna fjölmörgum samningstilboðum frá Palace.

Al Nassr, félag Cristiano Ronaldo, er eitt af þremur félögum í Sádí-Arabíu sem er að skoða þann möguleika að fá Zaha í sínar raðir en leikmaðurinn verður samningslaus í lok tímabils.

AC Milan á Ítalíu er sagður mest spennandi möguleikinn fyrir hann í Evrópu, en leikmaðurinn er sagður spenntur fyrir þeirri hugmynd að fara til Sádí-Arabíu þar sem er ansi vel borgað.

Það eru víst ekki miklar líkur á því að hinn þrítugi Zaha skrifi undir nýjan samning við Palace, þar sem hann hefur spilað langstærstan hluta ferilsins.
Athugasemdir