Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mið 21. febrúar 2024 22:38
Brynjar Ingi Erluson
Porto afhjúpaði veikleika Arsenal - „Vantaði grimmd og ógn á síðasta þriðjungnum“
Mikel Arteta
Mikel Arteta
Mynd: John Walton
Mikel Arteta, stjóri Arsenal á Englandi, var allt annað en sáttur við frammistöðu liðsins í 1-0 tapinu gegn Porto í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Leikmenn Porto sögðu fyrir leikinn að þeir væru búnir að undirbúa sig vel fyrir leikinn og vissu nákvæmlega hvað þeir þyrftu að gera til þess að afhjúpa veikleika Arsenal.

Það var hárrétt. Porto spilaði agaðan varnarleik og náði að halda enska liðinu í skefjum.

Brasilíumaðurinn Galeno setti síðan kirsuberið ofan á tertuna með glæsilegu marki undir lok leiks.

„Við verðum að gera mun betur. Við getum ekki unnið miðað við hvernig við meðhöndluðum boltann í þrjú skipti í djúpum svæðum vallarins. Ef þú vilt komast í 8-liða úrslit þá þarftu að vinna andstæðinginn og það er það sem við þurfum að gera á Emirates.“

„Það vantaði ógn og grimmd, sérstaklega þegar við vorum með boltann á síðasta þriðjungnum. Við getum gert betur.“

„Þetta er lið sem er mjög skipulagt varnarlega og þeir ná alltaf að brjóta taktinn. Það eru vissir hlutir sem við þurfum að gera miklu betur en við gerðum þannig við vitum við hverju er að búast.“

„Við máttum ekki einu sinni snerta þá því það var dæmt á allt. Við munum læra af því og undirbúa okkur betur,“
sagði Arteta.
Athugasemdir
banner
banner
banner