Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mið 21. febrúar 2024 17:53
Brynjar Ingi Erluson
U17 kvenna: Naumt tap gegn Portúgal
Mynd: KSÍ
U17 Ísland 0 - 1 U17 Portúgal
0-1 Mélanie Florentino ('39 )

Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 17 ára og yngri tapaði fyrir Portúgal, 1-0, í seinni umferðinni í undankeppni Evrópumótsins í dag. Þetta var fyrsti leikur beggja liða.

Mélanie Florentino skoraði eina mark portúgalska liðsins á 39. mínútu leiksins.

Íslenska liðið átti fjórar marktilraunir gegn tólf tilraunum portúgalska liðsins.

Næsti leikur Íslands er gegn Finnlandi á laugardag og síðan mætir það Kósóvó á þriðjudag í lokaleik riðilsins.

Liðið sem vinnur riðilinn fer beint í lokakeppni Evrópumótsins sem haldið verður í Svíþjóð dagana 5. - 18. maí.
Athugasemdir
banner
banner