Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 21. mars 2021 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Bellingham varð fyrir kynþáttaníði
Mynd: Getty Images
Jude Bellingham, ungstirni Borussia Dortmund og enska landsliðsins, varð fyrir kynþáttaníði á netinu eftir jafntefli Dortmund gegn Köln í þýsku deildinni í gær.

Bellingham er ekki nema 17 ára gamall og tjáði sig um kynþáttaníðið sem hann varð fyrir með færslu á Instagram.

„Bara annar dagur á samfélagsmiðlum," skrifaði Bellingham undir skjáskoti af níðinu sem hann varð fyrir.

Bellingham er gríðarlega öflugur og hefur verið mikið í kringum byrjunarlið Dortmund á tímabilinu auk þess að vera kallaður í enska A-landsliðshópinn af Gareth Southgate.

„Eitthvað verður að breytast. Við stöndum með þér Jude Bellingham," skrifaði enska knattspyrnusambandið á Twitter.

„Við fyllumst viðbjóði þegar við sjáum leikmenn okkar - og annarra liða - verða fyrir kynþáttaníði á netinu."
Athugasemdir
banner
banner
banner