Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 21. mars 2021 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd þarf 50 milljónir fyrir Pedro Neto
Powerade
Mynd: Getty Images
Kökcü er eftirsóttur af úrvalsdeildarfélögum.
Kökcü er eftirsóttur af úrvalsdeildarfélögum.
Mynd: Getty Images
Ezequiel Garay var sterklega orðaður við Man Utd á sínum tíma.
Ezequiel Garay var sterklega orðaður við Man Utd á sínum tíma.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Neymar, Kalidou Koulibaly, Luke Shaw, Pedro Neto, Georginio Wijnaldum, Lucas Vazquez, David Alaba og Edinson Cavani koma fyrir í slúðurpakka dagsins. Tekið saman af BBC.



Manchester United ætlar í samningsviðræður við Luke Shaw, 25, sem hefur verið að spila frábærlega á árinu. (Mirror)

Man Utd er einnig að skoða portúgalska framherjann Pedro Neto, 21, sem leikur fyrir Wolves og kostar um 50 milljónir punda. (Sun)

Georginio Wijnaldum, 30, er búinn að komast að samkomulagi við Barcelona. Hann gengur í raðir spænska stórveldisins á frjálsri sölu þegar samningur hans við Liverpool rennur út í sumar. (Times)

Jordan Pickford, 27, gæti verið frá út tímabilið vegna meiðsla á síðu. Pickford er landsliðsmarkvörður Englendinga og gæti misst af EM í sumar. (Sun)

Leicester og Leeds hafa áhuga á að festa kaup á Orkun Kökcü, tvítugum miðjumanni Fenerbahce. Kökcü kostar 10 milljónir punda. (La Razon)

Antonio Rüdiger, 28 ára miðvörður Chelsea, segist ekki vilja hefja samningsviðræður fyrr en eftir EM 2020. Rüdiger á rúmt ár eftir af samningi sínum við félagið. (Athletic)

Real Madrid er að bjóða kantmanninn sinn Lucas Vazquez, 29, til ýmissa félaga í Evrópu. Tottenham og Arsenal eru sögð vera að hugsa málið. (Mirror)

David Alaba mun ganga í raðir Real Madrid í sumar þar sem hann fær 165 þúsund pund í vikulaun og 17 milljónir í ráðningarbónus. (Sun)

Ole Gunnar Solskjær er að gera allt í sínu valdi til að halda Edinson Cavani, 34, innan raða Man Utd. Cavani verður samningslaus í sumar og hefur verið orðaður sterklega við félög í Suður-Ameríku. (Mirror)

Chris Wilder, sem var látinn fara frá Sheffield United á dögunum, gæti tekið við West Bromwich Albion í sumar. (Star)

Liverpool er í samningsviðræðum við argentínska miðvörðinn Ezequiel Garay, sem er 34 ára gamall. Garay er samningslaus eftir að hafa yfirgefið Valencia síðasta sumar. (El Gol Digital)

Sevilla hefur áhuga á kólumbíska miðverðinum Davinson Sanchez, 24, til að fylla í skarð Jules Kounde sem líklega seldur í enska boltann í sumar. Tottenham er tilbúið til að selja Sanchez á réttu verði. (Team Talk)

Napoli þarf að minnka útgjöld vegna launa leikmanna og gæti miðvörðurinn öflugi Kalidou Koulibaly, 29, því verið falur fyrir rétta upphæð. (Gazzetta dello Sport)

Dortmund er tilbúið til að samþykkja tilboð í Julian Brandt í sumar. Hann kostar um 25 milljónir evra. (Bild)

Frakkinn Matteo Guendouzi, 21, mun halda aftur til Arsenal eftir tímabilið. Hann hefur verið að láni hjá Hertha Berlin en þýska félagið hefur ákveðið að festa ekki kaup á miðjumanninum. (Bild)

Leeds vill selja framherjann knáa Helder Costa, 27, í sumar og er tilbúið til að hlusta á tilboð. (Football Insider)

Neymar, 29, er nálægt því að skrifa undir samning við PSG sem gildir til 2026. (Mercato)

Barcelona vill losa sig við Philippe Coutinho í sumar og hlustar bæði á kaup- og lánstilboð í leikmanninn. (Mundo Deportivo)

AC Milan hefur sett sig í samband við Benfica varðandi sóknarmanninn Darwin Nunez, sem er 21 árs. Nunez er úrúgvæskur og kostar 50 milljónir evra. Milan hefur áhuga. (Calciomercato)
Athugasemdir
banner
banner
banner