Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 21. mars 2021 20:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær: Skiljanlegt að það hafi vantað neistann
Ole Gunnar Solskjær heilsar hér upp á Brendan Rodgers, stjóra Leicester.
Ole Gunnar Solskjær heilsar hér upp á Brendan Rodgers, stjóra Leicester.
Mynd: Getty Images
„Það vantaði neistann í kvöld en það er skiljanlegt," sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, eftir tap gegn Leicester í átta-liða úrslitum enska bikarsins í kvöld.

„Þetta lið hefur verið frábært á síðustu þremur, fjórum mánuðum. Við höfum spilað á þriggja daga fresti og verið að standa okkur mjög vel. Þetta hefur verið svolítið erfitt, allir leikirnir og ferðalögin. Fimmtudagskvöldið í Mílanó var stórt kvöld og tók mikið á líkamlega," sagði Solskjær.

„Við reyndum að byrja af krafti því það getur í raun verið eins og adrenalínsprauta að skora snemma. Ef þú nærð markinu þá getur það dregið þig yfir línuna. Við erum með of marga leikmenn sem hafa spilað of mikið og of marga leikmenn sem hafa spilað of lítið. Anthony Martial, Paul Pogba og Donny van de Beek komu inn í liðið en þeir hafa ekki verið að spila mikið."

Solskjær segir að það hafi verið nauðsynlegt að gera breytingar á liðinu fyrir þennan leik. „Ég myndi ekki gera neitt öðruvísi," sagði Solskjær.

„Þegar við vinnum þá vinnum við saman og þegar við töpum þá töpum við saman. Við erum ekki að benda á hvorn annan."

Um framhaldið sagði Solskjær: „Við einbeitum okkur að Evrópudeildinni og úrvalsdeildinni. Við hefðum viljað fara á Wembley en núna einbeitum við okkur bara að þeim leikjum sem við eigum. Við erum í góðri stöðu í deildinni og viljum halda áfram að bæta okkur. Við viljum líka komast eins langt og við getum í Evrópukeppni."
Athugasemdir
banner
banner
banner