Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 21. mars 2021 08:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Undanúrslit Lengjubikarsins verða á skírdag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í gær varð ljóst hvaða þrjú lið myndu fylgja Keflavík í undanúrslit Lengjubikarsins. Stjarnan, Breiðablik og Valur komust áfram eftir sigra gegn Fylki, KA og KR.

Mikið fjör var í leikjunum og hægt er að lesa um þá með því að skoða heimasíðu Fótbolta.net og fréttir gærdagsins.

Undanúrslitin eru samkvæmt plani KSÍ sett á fimmtudaginn 1. apríl sem er skírdagur, fimmtudagurinn fyrir páska.

Valur mætir Stjörnunni á Origo vellinum og Breiðablik tekur á móti Keflavík á Kópavogsvelli.

Eins og staðan er núna munu báðir leikir hefjast klukkan 14:00 en möguleiki er á því að það breytist. (blikar.is sögðu frá því að leikur Breiðabliks yrði klukkan 16:00)

Lengjubikarinn kláraðist ekki í fyrra vegna faraldursins en KR vann mótið árið 2019.

Af liðunum sem eftir eru í keppninni þá varð Valur síðast meistari, árið 2018 eftir sigur gegn Grindavík.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner