Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að menn vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
   þri 21. mars 2023 15:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vildi breyta til og skora á sjálfan sig - „Fannst þetta rétt skref"
Icelandair
Jón Dagur á æfingunni í dag.
Jón Dagur á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég er kominn almennilega inn í hlutina, tók smá tíma að venjast öllu'
'Ég er kominn almennilega inn í hlutina, tók smá tíma að venjast öllu'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur Þorsteinsson er í landsliðshópnum sem undirbýr sig fyrir leikinn gegn Bosníu-Hersegóvínu í undankeppni EM. Leikurinn fer fram í Senica í Bosníu en íslenska liðið undirbýr sig í München í Þýskalandi.

Jón Dagur ræddi við Fótbolta.net í dag. „Við erum að fara í hörkuleik og ég er bara virkilega vel stemmdur."

„Þetta er fyrsti leikurinn í undankeppninni og bæði lið koma væntanlega virkilega vel stemmd í leikinn. Vonandi náum við góðum úrslitum og góðri frammistöðu."

Jón Dagur metur möguleikana virkilega góða í riðlinum. „Við ætlum okkur að gera góða hluti í þessum riðli, öll liðin vilja örugglega komast áfram á EM og við erum eitt af því."

Bosnía-Hersegóvína var í drættinum í öðrum styrkleikaflokki og íslenska liðið var í þeim þriðja. Er fínt að byrja á lykilleik í riðlinum? „Lykilleikur og ekki lykilleikur. Þetta er bara fyrsti leikur og ennþá níu leikir eftir þegar þessi leikur er búinn. Auðvitað viljum við byrja sem best en þetta er ekkert búið ef það fer eitthvað illa."

Jón Dagur er leikmaður Leuven í Belgíu. Hann gekk í raðir félagsins síðasta sumar frá AGF í Danmörku þar sem hann hafði spilað í þrjú ár.

„Það er búið að vera stígandi í þessu hjá mér, kannski kominn í aðeins stærra hlutverk en ég var í á tímabili. Ég er kominn almennilega inn í hlutina, tók smá tíma að venjast öllu. Ég er virkilega jákvæður á framhaldið og þetta er heilt yfir búið að vera fínt tímabil."

„Liðið er kannski ekki alveg á þeim stað sem við viljum vera. Markmiðið var topp átta og við erum fjórum stigum frá því og fjórir leikir eftir. Það eru vonbrigði."

„Við vorum í leik við Anderlecht sem er að berjast um það sama og það voru vonbrigði að tapa þeim leik."


Hann vildi breyta til eftir fjögur ár í Danmörku. „Það var kominn tími til að prófa eitthvað annað og leist vel á deildina, liðið og klúbbinn, fannst þetta vera rétt skref einhvern veginn."

„Fyrir tímabilið hefði ég viljað spila í úrslitakeppninni og vonandi gengur það eftir - þótt líkurnar séu ekki með okkur. Það var markmiðið hjá mér og liðinu. Klúbburinn er flottur og allt tipp-topp."

„Það var kominn tími til að skora á sjálfan sig, var kominn í smá þægindaramma í Danmörku og vildi komast í annað umhverfi,"
sagði Jón Dagur að lokum.
Athugasemdir
banner
banner