Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
   þri 21. mars 2023 15:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vildi breyta til og skora á sjálfan sig - „Fannst þetta rétt skref"
Icelandair
Jón Dagur á æfingunni í dag.
Jón Dagur á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég er kominn almennilega inn í hlutina, tók smá tíma að venjast öllu'
'Ég er kominn almennilega inn í hlutina, tók smá tíma að venjast öllu'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur Þorsteinsson er í landsliðshópnum sem undirbýr sig fyrir leikinn gegn Bosníu-Hersegóvínu í undankeppni EM. Leikurinn fer fram í Senica í Bosníu en íslenska liðið undirbýr sig í München í Þýskalandi.

Jón Dagur ræddi við Fótbolta.net í dag. „Við erum að fara í hörkuleik og ég er bara virkilega vel stemmdur."

„Þetta er fyrsti leikurinn í undankeppninni og bæði lið koma væntanlega virkilega vel stemmd í leikinn. Vonandi náum við góðum úrslitum og góðri frammistöðu."

Jón Dagur metur möguleikana virkilega góða í riðlinum. „Við ætlum okkur að gera góða hluti í þessum riðli, öll liðin vilja örugglega komast áfram á EM og við erum eitt af því."

Bosnía-Hersegóvína var í drættinum í öðrum styrkleikaflokki og íslenska liðið var í þeim þriðja. Er fínt að byrja á lykilleik í riðlinum? „Lykilleikur og ekki lykilleikur. Þetta er bara fyrsti leikur og ennþá níu leikir eftir þegar þessi leikur er búinn. Auðvitað viljum við byrja sem best en þetta er ekkert búið ef það fer eitthvað illa."

Jón Dagur er leikmaður Leuven í Belgíu. Hann gekk í raðir félagsins síðasta sumar frá AGF í Danmörku þar sem hann hafði spilað í þrjú ár.

„Það er búið að vera stígandi í þessu hjá mér, kannski kominn í aðeins stærra hlutverk en ég var í á tímabili. Ég er kominn almennilega inn í hlutina, tók smá tíma að venjast öllu. Ég er virkilega jákvæður á framhaldið og þetta er heilt yfir búið að vera fínt tímabil."

„Liðið er kannski ekki alveg á þeim stað sem við viljum vera. Markmiðið var topp átta og við erum fjórum stigum frá því og fjórir leikir eftir. Það eru vonbrigði."

„Við vorum í leik við Anderlecht sem er að berjast um það sama og það voru vonbrigði að tapa þeim leik."


Hann vildi breyta til eftir fjögur ár í Danmörku. „Það var kominn tími til að prófa eitthvað annað og leist vel á deildina, liðið og klúbbinn, fannst þetta vera rétt skref einhvern veginn."

„Fyrir tímabilið hefði ég viljað spila í úrslitakeppninni og vonandi gengur það eftir - þótt líkurnar séu ekki með okkur. Það var markmiðið hjá mér og liðinu. Klúbburinn er flottur og allt tipp-topp."

„Það var kominn tími til að skora á sjálfan sig, var kominn í smá þægindaramma í Danmörku og vildi komast í annað umhverfi,"
sagði Jón Dagur að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner