Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
FH skrifaði söguna - „Það verður bara veisla á Laugardalsvelli"
„Svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik"
Venni: Þetta veðmál gékk upp í dag
Arnar: Maður getur ekki verið vondur þegar menn eru að reyna að gera réttu hluti
Gústi Gylfa: Á meðan við skorum ekki mörk þá endar þetta á verstan veg
Gunnar Heiðar: Litum við bara mjög vel út og mörkin frábær
„Erfitt að kyngja þessu og vera 'humble' og 'gracefull' því við áttum eitthvað skilið úr þessum leik"
Haraldur Freyr: Við stefnum klárlega á að komast í umspilið
Kári Kristjáns: Þjálfarinn í Danmörku hætti óvænt og smá kaos
Siggi gríðarlega ánægður með Affi: Búinn að sýna það sem við vonuðumst eftir
„Sennilega ógeðslegasta mark sem við höfum fengið á okkur"
Höskuldur: Ætlum ekki að bregðast við eins og krakki á N1 mótinu
Dóri Árna: Tökum þessum leik mjög alvarlega
Benedikt Warén: Það verður skemmtilegra að mæta á æfingar
Jökull: Mjög hissa ef það er hægt að færa rök gegn því
Magnús Már um rauða spjaldið - „Það litar leikinn svakalega mikið"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Mætir bróður sínum í úrslitaleiknum
Heimsóknin - KFG og Víkingur Ó
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
   þri 21. mars 2023 15:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vildi breyta til og skora á sjálfan sig - „Fannst þetta rétt skref"
Icelandair
Jón Dagur á æfingunni í dag.
Jón Dagur á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég er kominn almennilega inn í hlutina, tók smá tíma að venjast öllu'
'Ég er kominn almennilega inn í hlutina, tók smá tíma að venjast öllu'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur Þorsteinsson er í landsliðshópnum sem undirbýr sig fyrir leikinn gegn Bosníu-Hersegóvínu í undankeppni EM. Leikurinn fer fram í Senica í Bosníu en íslenska liðið undirbýr sig í München í Þýskalandi.

Jón Dagur ræddi við Fótbolta.net í dag. „Við erum að fara í hörkuleik og ég er bara virkilega vel stemmdur."

„Þetta er fyrsti leikurinn í undankeppninni og bæði lið koma væntanlega virkilega vel stemmd í leikinn. Vonandi náum við góðum úrslitum og góðri frammistöðu."

Jón Dagur metur möguleikana virkilega góða í riðlinum. „Við ætlum okkur að gera góða hluti í þessum riðli, öll liðin vilja örugglega komast áfram á EM og við erum eitt af því."

Bosnía-Hersegóvína var í drættinum í öðrum styrkleikaflokki og íslenska liðið var í þeim þriðja. Er fínt að byrja á lykilleik í riðlinum? „Lykilleikur og ekki lykilleikur. Þetta er bara fyrsti leikur og ennþá níu leikir eftir þegar þessi leikur er búinn. Auðvitað viljum við byrja sem best en þetta er ekkert búið ef það fer eitthvað illa."

Jón Dagur er leikmaður Leuven í Belgíu. Hann gekk í raðir félagsins síðasta sumar frá AGF í Danmörku þar sem hann hafði spilað í þrjú ár.

„Það er búið að vera stígandi í þessu hjá mér, kannski kominn í aðeins stærra hlutverk en ég var í á tímabili. Ég er kominn almennilega inn í hlutina, tók smá tíma að venjast öllu. Ég er virkilega jákvæður á framhaldið og þetta er heilt yfir búið að vera fínt tímabil."

„Liðið er kannski ekki alveg á þeim stað sem við viljum vera. Markmiðið var topp átta og við erum fjórum stigum frá því og fjórir leikir eftir. Það eru vonbrigði."

„Við vorum í leik við Anderlecht sem er að berjast um það sama og það voru vonbrigði að tapa þeim leik."


Hann vildi breyta til eftir fjögur ár í Danmörku. „Það var kominn tími til að prófa eitthvað annað og leist vel á deildina, liðið og klúbbinn, fannst þetta vera rétt skref einhvern veginn."

„Fyrir tímabilið hefði ég viljað spila í úrslitakeppninni og vonandi gengur það eftir - þótt líkurnar séu ekki með okkur. Það var markmiðið hjá mér og liðinu. Klúbburinn er flottur og allt tipp-topp."

„Það var kominn tími til að skora á sjálfan sig, var kominn í smá þægindaramma í Danmörku og vildi komast í annað umhverfi,"
sagði Jón Dagur að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner