Manchester United er með augastað á Jarrad Branthwaite, Liverpool ætlar sér Xavi Simons og Newcastle vill Dean Huijsen. Þetta og miklu fleira í slúðurpakkanum sem BBC tekur saman og er í boði Powerade.
Man Utd er tilbúið að leggja allt í sölurnar til að fá Jarrad Branthwaite (22) frá Everton. United gæti þurft að ná Meistaradeildarsæti til að eiga efni á honum. (Sun)
Aston Villa getur keypt Marcus Rashford (27) frá Man Utd á 40 milljónir punda í sumar en hann er á láni hjá Villa út tímabilið. (Teamtalk)
Liverpool hefur áfram trú á því að Mo Salah (32) og Virgil van Dijk (33) skrifi undir nýjan samning við félagið. (Athletic)
Man Utd vill fá miðjumanninn Felix Nmecha (24) frá Dortmund en hann kostar um 40 milljónir punda. (Bild)
Liverpool ætlar sér að fá Xavi Simons (21) frá RB Leipzig. Hann verður falur fyrir um 80 milljónir evra. Man Utd hefur líka áhuga. (Caught Offside)
Newcastle er með Dean Huijsen (19) miðvörð Bournemouth efstan á blaði fyrir sumarið. (Sun)
Bournemouth vill fá Kepa Arrizabalaga (30) frá Chelsea en markmaðurinn er á láni hjá Bournemouth út tímabilið. Bournemouth hefur líka áhuga á Caoimhin Kelleher (26) hjá Liverpool. (Telegraph)
Starf Thiago Motta hjá Juventus er í hættu eftir slæmt gengi að undanförnu. (Fabrizio Romano)
Arsenal, Liverpool og Chelsea eru öll að undirbúa tilboð í Jorrel Hato (19) varnarmann Ajax. Real Madrid hefur líka áhuga. (Caught Offside)
Liverpool getur eytt meira en 100 milljónum punda í nýjan framherja en menn búast við því að Darwin Nunez (25) fari frá félaginu. (Football Insider)
Athugasemdir