Það styttist í að Besta deildin fari af stað en opnunarleikur deildarinnar fer fram 5. apríl þegar Íslandsmeistarar Breiðabliks taka á móti nýliðum Aftureldingar á Kópavogsvelli.
Fyrir hvert tímabil hefur ÍTF látið framleiða auglýsingu til að vekja athygli á deildinni. Í tilefni af því að 15 dagar eru í mót var í dag birt sýnishorn úr nýrri auglýsingu.
Þar er Hjálmar Örn Jóhannsson, skemmtikrafturinn geðugi, í stóru hlutverki sem Grétar Guðjohnsen. Grétar er uppalinn KR-ingur og eins og lesendur Fótbolta.net vita þá var Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari og yfirmaður fótboltamála hjá KR, duglegur að ná í uppalda KR-inga heim seinni hluta síðasta árs.
„Í auglýsingunni er rykið dustað af gömlum karakter sem fyrst kom fram á sjónvarsviðið þegar deildin hét Pepsi Max deildin sem eflaust margir muna eftir. Grétar Guðjohnsen er uppalinn í KR og hefur oftar en ekki þurft að bíta í það súra epli að vera utan hóps á leikdegi."
Sýnishornið úr auglýsingunni má sjá hér að neðan.
Fyrir hvert tímabil hefur ÍTF látið framleiða auglýsingu til að vekja athygli á deildinni. Í tilefni af því að 15 dagar eru í mót var í dag birt sýnishorn úr nýrri auglýsingu.
Þar er Hjálmar Örn Jóhannsson, skemmtikrafturinn geðugi, í stóru hlutverki sem Grétar Guðjohnsen. Grétar er uppalinn KR-ingur og eins og lesendur Fótbolta.net vita þá var Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari og yfirmaður fótboltamála hjá KR, duglegur að ná í uppalda KR-inga heim seinni hluta síðasta árs.
„Í auglýsingunni er rykið dustað af gömlum karakter sem fyrst kom fram á sjónvarsviðið þegar deildin hét Pepsi Max deildin sem eflaust margir muna eftir. Grétar Guðjohnsen er uppalinn í KR og hefur oftar en ekki þurft að bíta í það súra epli að vera utan hóps á leikdegi."
Sýnishornið úr auglýsingunni má sjá hér að neðan.
Athugasemdir