Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 21. apríl 2019 10:30
Arnar Helgi Magnússon
Rashford of dýr fyrir Barcelona - De Gea er pirraður
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Gleðilega páska! Hér kemur páskadagsslúðrið sem að BBC tók saman. Ansi huggulegt.


Barcelona ætlar ekki að eltast við Marcus Rashford í sumar en verðmiðinn á leikmanninum er of hár. (Express)

Tottenham er bjartsýnt á það að halda Christian Eriksen hjá félaginu þrátt fyrir orðróm um það að hann gæti yfirgefið félagið fyrir Real Madrid. Honum verður boðinn nýr samningur hjá Tottenham. (Goal.com)

PSG er tilbúið að borga 65 milljónir punda fyrir Wilfried Zaha í sumar. Hann er sagður vilja burt frá Crystal Palace. (Express)

Crystal Palace vill hinsvegar fá 80 milljónir punda fyrir leikmanninn. (Mail)

David De Gea er orðinn pirraður á stöðu mála hjá Manchester United en félagið er ekki tilbúið að mæta þeim launakröfum sem að leikmaðurinn setur. Hann mun að öllum líkindum ekki skrifa undir nýjan samning nema félagið sé tilbúið að hækka launin hans. (Times)

Manchester City vill ganga frá kaupunum á hinum 17 ára gamla Thiago Almada frá Velez Sarsfield í Argentínu. Kaupverðið er talið vera um 20 milljónir punda. (Sun)

Gareth Bale gæti fært sig um set í sumar og er hann sagður tilbúinn í einhversskonar ævintýri. Hann gæti endað í Kína, Sameinuðu arabísku furstadæmunum eða MLS deildinni. (Mirror)

Manchester City ætlar að ganga frá kaupunum á hinum 19 ára gamla Joao Felix sem að hefur farið á kostum með Benfica á tímabilinu. Félagið fylgist einnig grannt með Luka Jovic, framherja Frankfurt. (Goal.com)

Chelsea er búið að hafna tíu milljón punda tilboði í hinn nítján ára gamla Reece James. Crystal Palace vill fá leikmanninn. (Sun)

Manchester City mun á næstu vikum bjóða John Stones nýjan samning. Hann er í framtíðarplönum Pep Guardiola hjá félaginu. (Mirror)

Mike Phelan, aðstoðarmaður Ole Gunnar, er ekki búinn að samþykkja það að verða áfram aðstoðarþjálfari Norðmannsins á næsta tímabili. Hann gæti tekið við starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá Manchester United. (Mirror)

Niklas Sule er kominn á óskalista Ole Gunnar Solskjær en hann ætlar að taka til hendinni í leikmannakaupum í sumar. (Mirror)

Paul Merson segir að Manchester United ætti að festa kaup á þremur ungum Englendingum í sumar. Þeim Declan Rice, Callum Hudson-Odoi og Jadon Sancho. (Star)

Zinedine Zidane hefur gefið það út að leikstíll Real Madrid muni breytast á næsta tímabili en hann vill þó ekkert gefa upp hvaða leikmenn hann ætli sér að kaupa í sumar. (London Evening Standard)
Athugasemdir
banner