Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 21. apríl 2021 22:59
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Óvæntur sigur hjá botnliði Wycombe
Adebayo Akinfenwa skoraði sigurmark Wycombe
Adebayo Akinfenwa skoraði sigurmark Wycombe
Mynd: Getty Images
Bournemouth vann Millwall 4-1 í ensku B-deildinni í kvöld en á sama tíma tókst botnliði Wycombe Wanderers að vinna Bristol City 2-1 þar sem Adebayo Akinfenwa skoraði sigurmarkið undir lokin.

Jón Daði Böðvarsson var á bekknum er Millwall tapaði fyrir Bournemouth, 4-1. Dominic Solanke lagði upp tvö og skoraði eitt fyrir Bournemouth sem er í þriðja sæti deildarinnar með 77 stig.

Það virðist nokkuð ljóst hvaða lið spila í umspilinu. Bournemouth, Swansea, Brentford og Barnsley eru öll í góðri stöðu en Reading kemur svo í 7. sætinu, sex stigum á eftir Barnsley þegar þrir leikir eru eftir.

Wycombe, sem er í botnsætinu, vann þá Bristol City 2-1. Þetta gefur þeim vonarneista fyrir síðustu þrjá leikina en liðið er sex stigum frá öruggu sæti.

Úrslit og markaskorarar:

Birmingham 1 - 1 Nott. Forest
1-0 Marc Roberts ('49 )
1-1 Lewis Grabban ('90 , víti)

Huddersfield 0 - 1 Barnsley
0-1 Daryl Dike ('66 )

Luton 0 - 0 Reading

Millwall 1 - 4 Bournemouth
0-1 Philip Billing ('16 )
0-2 Arnaut Danjuma ('27 )
0-3 David Brooks ('43 )
1-3 Jed Wallace ('49 )
1-4 Dominic Solanke ('67 )

Rotherham 1 - 2 Middlesbrough
1-0 Angus MacDonald ('3 )
1-1 George Saville ('33 )
1-2 Chuba Akpom ('55 )
Rautt spjald: Matt Crooks, Rotherham ('18)

Wycombe Wanderers 2 - 1 Bristol City
0-1 Tyreeq Bakinson ('28 )
1-1 Uche Ikpeazu ('65 )
2-1 Adebayo Akinfenwa ('90 )

Stoke City 2 - 3 Coventry
0-1 Tyler Walker ('44 )
1-1 Jacob Brown ('58 )
1-2 Maxime Biamou ('68 )
2-2 Samuel Clucas ('69 )
2-3 Viktor Gyokeres ('77 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner