Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 21. apríl 2021 22:45
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Benzema skoraði tvö og lagði upp eitt í sigri Madrídinga
Karim Benzema skoraði tvö og lagði upp eitt
Karim Benzema skoraði tvö og lagði upp eitt
Mynd: EPA
Real Madrid er komið á toppinn í spænsku deildinni eftir 3-0 sigur á Cadiz í kvöld. Karim Benzema skoraði tvö mörk fyrir Madrídarliðið.

Benzema kom Real Madrid yfir úr víti á 30. mínútu áður en Alvaro Odriozola bætti við öðru þremur mínútum síðar eftir sendingu frá franska framherjanum. Benzema gerði svo annað mark sitt á 40. mínútu og þar við sat.

Benzema er með 27 mörk í 38 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili og hjálpaði Madrídingum að komast á toppinn en liðið er með 70 stig, jafnmörg og nágrannar þeirra í Atlético þegar sex leikir eru eftir.

Sevilla vann þá Levante 1-0 og er komið upp í þriðja sætið með 67 stig. Liðið er einu stigi frá því að tryggja sæti sitt í Meistaradeild Evrópu.

Úrslit og markaskorarar:

Alaves 2 - 1 Villarreal
1-0 Joselu ('17 )
1-1 Paco Alcacer ('50 )
2-1 Edgar Mendez ('80 )

Betis 0 - 0 Athletic
Rautt spjald: Nabil Fekir, Betis ('11)

Cadiz 0 - 3 Real Madrid
0-1 Karim Benzema ('30 , víti)
0-2 Alvaro Odriozola ('33 )
0-3 Karim Benzema ('40 )

Levante 0 - 1 Sevilla
0-1 Youssef En-Nesyri ('53 )

Osasuna 3 - 1 Valencia
1-0 Javier Martinez Calvo ('13 )
1-1 Kevin Gameiro ('30 )
2-1 Jonathan Calleri ('32 )
2-1 Roberto Torres ('65 , Misnotað víti)
3-1 Roberto Torres ('67 , víti)

Elche 1 - 1 Valladolid
1-0 Fidel ('22 )
1-1 Lucas Olaza ('86 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner