Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
Siggi Höskulds: Spenntur að fá að byrja aftur
Maggi: Þetta er bara aldrei vítaspyrna
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
banner
   þri 21. maí 2013 22:35
Brynjar Ingi Erluson
Gulli Gull: Á morgun kemur nýr dagur
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Gunnleifur Vignir Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks í Pepsi-deild karla, var eðlilega svekktur með 0-1 tap fyrir FH í kvöld.

,,Auðvitað alltaf leiðinlegt að tapa fótboltaleikjum. Við verðum bara að taka þessu eins og menn, við áttum miðað við frammistöðuna í leiknum ekkert skilið út úr þessu þannig séð, en hefðum getað náð í jafntefli alla vega. Þeir skoruðu eitt og við ekkert," sagði Gunnleifur.

,,Ekkert ósvipað og við höfum gert. Við viljum spila sóknarbolta, en fundum fá færi á þeim í fyrri hálfleik og vorum ekki að spila eins og við vildum og FH-ingar mun betri en við í fyrri hálfleik, en við náðum betra floti í seinni hálfleik og mun skárri en sá fyrri."

,,FH er með frábært lið, Íslandsmeistarar og með frábæra menn í hverri stöðu. Það er hætt við því að lið fái á sig færi á móti þeim, þannig ég þurfti bara að standa mína vakt."

,,Nei, við erum ekki ánægðir með það, það er augljóst mál. Því verður ekki breytt, á morgun kemur nýr dagur og þá förum við að undirbúa næsta leik og halda áfram og horfa fram á veg,"
sagði Gunnleifur að lokum.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner