Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   þri 21. maí 2013 22:35
Brynjar Ingi Erluson
Gulli Gull: Á morgun kemur nýr dagur
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Gunnleifur Vignir Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks í Pepsi-deild karla, var eðlilega svekktur með 0-1 tap fyrir FH í kvöld.

,,Auðvitað alltaf leiðinlegt að tapa fótboltaleikjum. Við verðum bara að taka þessu eins og menn, við áttum miðað við frammistöðuna í leiknum ekkert skilið út úr þessu þannig séð, en hefðum getað náð í jafntefli alla vega. Þeir skoruðu eitt og við ekkert," sagði Gunnleifur.

,,Ekkert ósvipað og við höfum gert. Við viljum spila sóknarbolta, en fundum fá færi á þeim í fyrri hálfleik og vorum ekki að spila eins og við vildum og FH-ingar mun betri en við í fyrri hálfleik, en við náðum betra floti í seinni hálfleik og mun skárri en sá fyrri."

,,FH er með frábært lið, Íslandsmeistarar og með frábæra menn í hverri stöðu. Það er hætt við því að lið fái á sig færi á móti þeim, þannig ég þurfti bara að standa mína vakt."

,,Nei, við erum ekki ánægðir með það, það er augljóst mál. Því verður ekki breytt, á morgun kemur nýr dagur og þá förum við að undirbúa næsta leik og halda áfram og horfa fram á veg,"
sagði Gunnleifur að lokum.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner