Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 21. maí 2020 21:53
Brynjar Ingi Erluson
Carragher um Werner: Liverpool kvartar ekki
Timo Werner gæti farið til Liverpool
Timo Werner gæti farið til Liverpool
Mynd: Getty Images
Enski sparkspekingurinn Jamie Carragher sagði á góðgerðarsamkomu Liverpool Echo að himinn og jörð farist ekki ef Timo Werner kemur ekki til Liverpool í sumar.

Liverpool hefur verið í viðræðum við RB Leipzig um Werner en félagið getur fengið hann á 52 milljónir punda.

Talið er að Werner vilji ganga til liðs við Liverpool en skiptin virðast flóknari eftir að kórónaveiran herjaði á allan heiminn. Það hefur áhrif á reksturinn og því allt í óvissu.

„Ég held að það hafi verið góður möguleiki á að þessi skipti færu í gegn áður en veiran herjaði á heiminn. Maður veit ekki hver staðan á félögunum er núna og ég las á Twitter um niðurstöður á rekstrinum hjá Manchester United svo ég býst við því að það sé svipað hjá Liverpool. Þetta hefur áhrif á markaðinn en ég held að Liverpool geti ekki kvartað mikið með þennan hóp. Liðið hefur tapað einum deildarleik á öllu tímabilinu og einum á síðasta tímabili."

„Það þarf ekki mikið en ef það þarf að styrkja liðið þá þarf sóknarsinnaðan leikmann en ef peningarnir eru ekki til staðar þá er það bara þannig,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner