Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 21. maí 2020 20:00
Brynjar Ingi Erluson
Mónakó ætlar að selja 30 leikmenn í sumar
Djibril Sidibe verður væntanlega seldur í sumar
Djibril Sidibe verður væntanlega seldur í sumar
Mynd: Getty Images
Franska úrvalsdeildarfélagið Mónakó ætlar sér að selja 30 leikmenn í sumar en það er AFP sem greinir frá þessu í kvöld.

Fulltrúar frönsku deildarinnar tilkynntu á dögunum að tímabilið yrði ekki klárað og þýddi það að Mónakó fer ekki í Evrópukeppni annað árið í röð.

Félagið gerir ráð fyrir miklu tapi í rekstri og er stefnan því að selja allt að 30 leikmenn frá félaginu í sumar.

Talið er að félagið vilji fá allt að 50 milljónir evra í vasann í sumar en margir öflugir leikmenn eru eftirsóttir og má þar nefna þá Benoit Badiashile, Wissam Ben Yedder, Benjamin Heinrichs, Youssouf Fofana og Fodé Ballo-Touré.

Margir lekmenn eru á láni hjá öðrum félögum og er búist við því að 60 leikmenn eigi að mæta til æfinga á fyrsta degi undirbúningstímabilsins.
Athugasemdir
banner
banner