Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 21. maí 2020 20:30
Brynjar Ingi Erluson
Raiola sagður í viðræðum við Juventus um Pogba
Fer Paul Pogba til Juventus?
Fer Paul Pogba til Juventus?
Mynd: Getty Images
Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba hjá Manchester United, er í viðræðum við Juventus en þetta kemur fram í franska miðlinum Le10Sport í kvöld.

Pogba ólst upp hjá Le Havre í Frakklandi áður en Manchester United fékk hann árið 2009. Hann fór á frjálsri sölu til Juventus árið 2012 og gerði vel þar áður en hann sneri aftur til United fyrir metfé árið 2016.

Hann hefur undanfarna mánuði verið orðaður við Real Madrid, Paris Saint-Germain, Juventus og Real Madrid en hann hefur lítið spilað á þessari leiktíð vegna meiðsla.

Samkvæmt Le10Sport í Frakklandi er Raiola í viðræðum við Juventus um Pogba.

Miralem Pjanic og Adrien Rabiot eru líklega á förum frá Juventus og skapast því pláss fyrir Pogba

Pogbal lék 178 leiki með Juventus frá 2012 til 2016 þar sem hann skoraði 34 mörk og lagði upp 40.
Athugasemdir
banner
banner
banner