Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 21. maí 2021 09:00
Fótbolti.net
Sögulínur fyrir leiki kvöldsins í Pepsi Max
Sölvi Snær Guðbjargarson í leik með Blikum.
Sölvi Snær Guðbjargarson í leik með Blikum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jói Kalli í leik með HK 2016.
Jói Kalli í leik með HK 2016.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir vann Val 3-0 árið 2015.
Leiknir vann Val 3-0 árið 2015.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld eru fimm leikir í fimmtu umferð Pepsi Max-deildarinnar. Það eru áhugaverðir leikir framundan eins og Fótbolti.net fer hér yfir.

Leikir kvöldsins í Pepsi Max - TEXTALÝSINGAR:
18:00 KA - Víkingur
18:00 HK - ÍA
19:15 Breiðablik - Stjarnan
20:00 Fylkir - Keflavík
20:15 Valur - Leiknir

Breiðablik - Stjarnan: Stóra Sölvamálið
Þessi lið voru búin að skipuleggja æfingaleik fyrir mót en Stjörnumenn aflýstu honum í kjölfar þess að Breiðablik ákvað að reyna að fá Sölva Snæ Guðbjargarson úr Garðabænum. Mikil dramatík fylgdi, Rúnar Páll Sigmundsson sagði upp eftir einn leik og Sölvi var settur í frystikistuna áður en hann var að lokum seldur í Breiðablik. Þó ekkert hafi orðið af æfingaleiknum er ljóst að þessi lið mætast í kvöld!



KA - Víkingur: Óvæntur toppslagur á Dalvík
Þú ert fær spámaður ef þú bjóst við því að Pepsi Max-deildin myndi bjóða upp á toppslag á Dalvík í fimmtu umferð! KA og Víkingur hefja mótið fantavel og eru með tíu stig. Greifavöllurinn er enn í hakki og aftur leikur KA á glæsilegu vallarstæðinu á Dalvík. Það má búast við geggjuðum fótboltaleik fyrir norðan!

HK - ÍA: Jói Kalli snýr aftur í Kórinn
Fjögur lið eru án sigurs í Pepsi Max-deild karla og tvö af þeim mætast innbyrðis í Kórnum. Það má búast við jöfnum baráttuleik milli HK og ÍA. Skagamenn fóru spjaldalausir í gegnum síðasta leik en hæpið er að það endurtaki sig í kvöld. Jóhannes Karl snýr aftur á sinn gamla heimavöll en hann spilaði og þjálfaði HK og var þjálfari ársins í 1. deildinni 2017 áður en hann var ráðinn í sitt félag á Akranesi.



Fylkir - Keflavík: Þurfa að svara eftir skelli
Liðin sem mætast í Árbænum fengu bæði skell í síðustu umferð. Fylkir tapaði 3-0 gegn nýliðum Leiknis í Breiðholti og Keflavík lá 1-4 á heimavelli gegn KA, eftir að hafa fengið 3-0 skell gegn Breiðabliki í leiknum á undan. Bæði lið með lágt sjálfstraust en eitthvað verður undan að láta.

Valur - Leiknir: Góðar minningar Breiðhyltinga frá Hlíðarenda
Breiðhyltingar muna afskaplega vel eftir því þegar þessi lið mættust í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar 2015, síðast þegar Leiknir var í efstu deild. Leiknismenn komu á óvart og unnu ótrúlegan sigur 3-0. Kolbeinn Kárason, Sindri Björnsson og Hilmar Árni Halldórsson skoruðu. Brynjar Hlöðversson er eini leikmaður Leiknis í dag sem spilaði þann leik. Daði Bærings Halldórsson var ónotaður varamaður.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner