Valsmenn fengu Keflvíkinga í heimsókn á Origo völlinn í kvöld þegar 8.umferð Bestu deild karla hélt áfram göngu sinni.
Þetta hefur ekki verið góð vika fyrir Valsara karlameginn í íþróttum í vikunni og freistuði Valsmenn þess að gera eitthvað í þessum leik.
Lestu um leikinn: Valur 0 - 0 Keflavík
„Vonbrigði, fyrst og fremst. Ekki okkar besti leikur en engu að síður fannst mér við gera nóg til þess að skora eitt mark og vinna leikinn. Við sköpuðum okkur alveg nóg en hefði alveg viljað skapa meira því við vorum það mikið með boltann en bara svekktur með að fá ekki neitt úr þessum leik." Sagði Arnar Grétarsson þjálfari Vals eftir leikinn.
„Keflavík gerðu þetta vel, þeir lögðust niður og voru duglegir og svo hjálpar það ekkert þegar það er mjög mikill vindur að það hjálpar mönnum ekkert að spila en það var enginn afsökun fyrir því að við skoruðum ekki, við fengum alveg tvö færi allavega ef ekki þrjú í seinni hálfleik og 2-3 sénsa í fyrri hálfleik."
Það vakti athygli að Valsmenn gerðu engar breytingar á sínu liði í leiknum.
„Við bara mátum það svo að þeir leikmenn sem voru inni á vellinum og þeir leikmenn sem voru á bekknum að við hefðum svona frekar þurft að fá leikmenn sem búa eitthvað til fram á við og vorum með unga stráka þar og það er bara okkar ákvörðun og það getur vel verið að það hafi verið röng ákvörðun."
Nánar er rætt við Arnar Grétarsson þjálfara Vals í spilaranum hér fyrir ofan.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |